Prepp fyrir Presson neglur 💅🏼💖👸🏼

FLAWLESS NAILS!! 💅🏼
Við fáum marg oft spurning hvernig sé hægt að fá neglurnar til að endast sem lengst?
En raunin er sú að við erum allar með mismunandi neglur í stæðrum og gerðum.
Svo það er misjafnt hvað hentar hverjum.
En við ætlum að fara í öll tipsin & Trixin í bókinni svo þú getur náð sem lengstu endingu! 💡
Nr 1, 2 & 3 er PREPP! Það er lykilinn að þessu öllu.
Við erum nefnilega búnar að fá allskonar umsagnir, svo skemmtilegar og gaman að sjá hvað neglurnar eru að endast lengi á ykkur!
T.d þá kom ein á snyrtistofuna til mín að kaupa neglur og var að segja mér að hún var með Fema neglurnar á í 11 daga og sinna fjósa störfum í sveitinni alla daga! Það er klárlega uppáhalds umsögnin 😅
Undirbúningur
Fjarlægðu allt gamalt naglalakk og passaðu að neglurnar séu hreinar og lasuar við olíu og óhreinindi.
Klipptu náttúrulegu neglurnar þínar í þá lengd sem passar þægilega undir press on neglurnar. Þjalaðu neglurnar þínar og notaðu síðan prikið til þess að ýta naglaböndunum varlega niður.
Næst þarftu að pússa varlega efsta lag naglarinnar af, passið ykkur samt að pússa ekki of mikið.
Þurrkaðu síðan neglurnar með meðfylgjandi sprittbréfi.
Það má ekki vera neitt af naglaryki á nöglunum, ef þú heldur að það sé enn eftir þá getur þú tekið límpúðan og dúmpað yfir og tekið af.
Veldu rétta stærð
Veldu nögl sem hægt er að þrýsta á, án þess að hún meiðir þig og sem passar best við þína nögl. Það á alls ekki að vera bil á milli þinnar nátrrúrulegu nögl og presson nöglina
Stundum getur verið gott að þjala hliðarnar af press on nöglinni þar sem hún kemur við naglabeðið.
Ef þú ætlar þér að nota límið
Berið lag af naglalími á bæði náttúrulegu nöglina og neðri hluta press on naglarinnar. Passaðu að nöglin sé í 45 gráðum þegar þú leggur hana á og ýttu henni hægt niður svo ekki myndist loft. Haldið í 60 sekúndur til þess að tryggja öruggt hald.
Hjá sumum hjálpar að setja eingöngu lím á presson nöglina og þrýsta eins og þú sért að slidea nöglina á. Alltaf halda í 60 sekúndur til þess að tryggja að hún haldist.
Sumum finnst gott að nota UV lampa til að fá límið til þess festast betur við.
Ef þú ætlar að nota límpúðana
Veldur rétta stærð af límpúðum.
Límdu púðann á náttúrulegu nöglina þína og fjarlægðu síðan plastið af. Leggðu press on nöglina eins nálægt naglaböndunum án þess að hún sé alveg upp við þau. Látið nöglina leggjast niður í 45 gráðum og ýttu hægt niður. Haldið fast í 60 sekúndur til þess að tryggja öruggt hald.
💡Það er algjört hax að blása með heitum blæstri frá hárblásara á límpúðana þegar þeir eru komnir á nöglina, eins að blása eftir á að allar neglur eru komnar á.
Síðasta skefið
Þjalaðu og mótaðu neglurnar eins og þú vilt hafa þær. Forðastu að bleyta neglurnar í að minnsta kosti 2 klukkutíma til að leyfa líminu að harðna að fullu.
💡Tips : Settu neglurnar á fyrir svefnin, þá ertu ekkert að stressa þig á því að leyfa líminu að harðna.
Ábendingar til þess að ná lengri endingu
Reyndu að halda höndum þínum þurrum í nokkrar klukkustundir eftir að þú setur þær á þig.
Best að setja neglurnar á fyrir svefn.
Notaðu hanska við heimilisstörf.
Ef nögl byrjar að lyftast frá þá getur þú borið örlítið magn af lími á svæðið til að festa hana aftur.
Hvernig á að láta press on neglurnar endast í 2 vikur?
Við mælum með því notar bæði límpúðann og límið til þess að auka líkurnar á tveggja vikna endingu.
Þú getur líka notað UV gel undir til þess að þær endist enn lengur.
Einnig getur þú skoðað Tips & trix myndbönd inni á Instagraminnu okkar eða á Tik Tok.
Hvernig á að taka press on neglurnar af?
Leggið neglurnar í volgt sápuvatn og olíu í 10-15 mínútur til að losa límið og notaðu tréprikið til þess að fjarlægja neglurnar varlega af.
Það getur einnig hjálpað að nota hrein acinton til að ná restinni af límpúðanum af ef það eru leifar af honum á nöglunum þínum.
Forðastu að rífa þær af til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þínum eigin nöglum.
Horfðu á þetta myndband hér til þess að sjá hvernig þú tekur press on neglurnar af á öruggann hátt.
Eftir að neglur eru teknar af og þú ætlar ekki að setja á þig strax neglur þá getur verið gott að bónþjala neglurnar og setja naglabanda olíu, eins setja svo nagla herðir á fyrir heilbrigðar neglur.
Ég vona að þetta blogg hjálpi ykkur sem eruð að spá að prófa æðislegu presson neglurnar okkar!! 💖
Comments