Leiðbeiningar fyrir neglur
Hvernig á að setja þær á ?
Undirbúðu neglurnar þínar:
Fjarlægðu gamalt naglalakk og tryggðu að neglurnar þínar séu lausar við olíu og óhreinindi.
Klipptu náttúrulegu neglurnar þínar í lengd sem passa þægilega undir press on neglurnar.
Þjalaðu neglurnar þínar og notaðu síðan prikið til þess að ýta naglaböndunum varlega niður.
Þurrkaðu síðan neglurnar með meðfylgjandi sprittbréfi.
Veldu rétta stærð:
Veldu nögl sem hægt er að þrýsta á án þess að meiða þig og sem passa best við hverja þína náttúrulegu nögl.
Stundum getur verið gott að þjala hliðanar af press on nöglunni þar sem hún kemu við naglbeðið.
Ef þú ætlar að nota lím :
Berið lag af naglalími á bæði náttúrulegu nöglina og neðri hluta press on nöglina, passaðu að nöglin sé í 45 gráðum þegar þú leggur hana á og pressaðu hægt niður svo ekki myndist loft. Haldið síðan í 60 sekúndur til þess að tryggja öruggt hald.
Ef þú ætlar að nota límpúðana:
Límdu púðann á náttúrulegu nöglina og fjarlægðu síðan plastið af og leggðu press on nöglina eins nálægt naglaböndunum án þess að hún sé alveg upp við það, látið nöglina leggjast niður í 45 gráðum og pressaðu hægt niður. Haldið fast í 60 sekúndur til þess að tryggja öruggt hald.
Seinasta skrefið :
Þjafðu og mótaðu neglurnar eins og þú vilt til þess að fá það útlit sem þú ert að leitast eftir. Forðastu að bleyta neglurnar í að minnsta kosti 2 klukkutíma til að leyfa límið að harðna að fullu.
Ábendingar til þess að ná lengri endingu:
Reyndu að halda höndum þínum þurrum í nokkrar klukkustundir eftir að þú setur þær á þig.
Notaðu hanska við heimilisstörf.
Ef nögl byrjar að lyftast geturðu borið örlítið magn af lími á svæðið til að festa hana aftur.
Hvernig á að fjarlægja neglurnar:
Leggið neglurnar í volgt sápuvatn og olíu í 10-15 mínútur til að losa límið og notaðu tréprikið til að fjarlægja neglurnar varlega af.
Forðastu að rífa þær af til að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrulegum nöglunum þínum.
Hvernig á að láta press on neglurnar endast í 2 vikur?
Við mælum með að þú setjir neglurnar á með naglalími og límflipa saman til að endast í 2 vikur.
Þú getur líka notað UV gel undir til þess að þær endist í meira en tvær vikur.
Einnig getur þú skoðað Tips & trix myndbönd inn á Instagraminu eða Tik tokinu okkar.
Hvernig á hlífa gelinu (málingunni) svo það losni ekki auðveldlega af?
Yfirleitt losnar málningin af því brúnin er ekki varin.
Við mælum með að þú setjir lag af yfirlakki og passir að setja í kantana og brúnina.
Hvernig á að setja hálfgegnsæar press on neglur án þess að sjá neinar loftbólur?
Ef þú setur þær á með eingöngu með límflipa getur sést loftbólur í gegnum neglurnar.
Við mælum með að þú setjir hálfgegnsæar press on neglur á með naglalími og límflipa saman.
Passa setja neglurnar á með að halda nöglunni í 45 gráðum og þrýsta varlega niður.