Heilbrigð augnhár 🌱

Heilbrigð augnhár eru grunnurinn að fallegu augnaráði ✨
Augnhár eru meira en bara fegurðaratriði – þau vernda augun, móta útlitið og gefa augnaráðinu karakter. Hvort sem þú notar Quick Lashes, klassískar augnháralengingar eða ert bara að styrkja þín náttúrulegu augnhár, þá skiptir heilbrigði augnháranna öllu máli.
Umhirða náttúrulegra augnhára er grunnurinn að öllu
Áður en við bætum eða lengjum, þurfum við að næra. Heilbrigð augnhár byrja á góðri umhirðu:
✅ Hreinsaðu augun daglega með mildri olíulausri hreinsivöru
✅ Forðastu að nudda augun, það getur valdið broti og augnhárin detti af
✅ Borðaðu næringarríkan mat, sérstaklega B-vítamín, bíótín og prótein
✅ Taktu pásur frá lengingum reglulega
✅ Notaðu serum sem styður vaxtarfasa án ertandi efna
🌿 Augnhára serum – með og án hormóna
Síðustu ár hafa augnháraserum slegið í gegn, en það er mikilvægur munur á formúlum:
Serum án hormóna (t.d. náttúruleg eða peptíðabyggð) t.d eins og serumið okkar :
- Örva náttúrulegan vöxt með næringu og rakagefandi innihaldsefnum
- Henta viðkvæmum augum
- Engin litabreyting á húð eða augum
- Henta vel með augnháralengingum og Quick Lashes / DIY augnhárum
- Sjáanlegur munur frá 6 - 12 - 24 vikum.
Algeng innihaldsefni: peptíð, bíótín, panthenol, ricínolía
⚠️ Serum með prostaglandín-hormónaefnum (t.d. Latisse og sambærileg):
- Mjög virk – oft sést árangur innan 4–6 vikna
- Hefur oft aukaverkanir eins og erting, roði í augum og á húð, litableyting á húð og jafnvel dökkari lithimnu.
- Geta valdið viðkvæmni til lengri tíma.
👉 Ef þú ert með viðkvæm augu eða notar gerviaugnhár, mælum við sterklega með serumi án hormóna fyrir örugga og heilbrigða notkun.
Hér er linkur á hormónalausa serumið okkar 👀
Umhirða Quick Lashes og augnháralenginga
Hvort sem þú notar Quick Lashes / DIY augnhár eða ferð í augnhára lengingar þá þarftu að passa upp á náttúrulegu augnhárin þín.
Hvað getur valdið skemmdum?
- Of mikið eða röng notkun líms.
- Að rífa augnhárin af (ekki fjarlægja rétt!).
- Ekki að hreinsa augnhárin daglega (olía og bakteríur safnast upp).
- Of þungar eða langar lengingar fyrir þín eigin hár.
Gott að hafa í huga:
✅ Þrífðu augnhárin varlega með sérstökum augnhára sápum.
✅ Notaðu serum á kvöldin til að stykja náttúrulegan vöxt
✅ Ekki klóra, toga eða nudda augun
✅ Taktu pásur frá lengingum á milli setta
✅ Veldu vandaðan remover þegar þú notar DIY hár. Leyfðu honum að liggja á í 3-5 mínútur áður en þú fjarlægir aunghárin af.
Hvað er Lash Lift?
Lash Lift er meðferð sem lyftir og beygir þín eigin náttúrulegu augnhár upp á við, svo þau virka lengri, þéttari og meira áberandi – án gerviaugnhára eða líms. Oft er litun (tint) gerð samhliða meðferðinni til að gera hárin dekkri og dýpri í lit.
Kostir Lash Lift:
- Ekkert viðhald daglega, þú vaknar tilbúin
- Fullkomið fyrir þær sem vilja náttúrulegt lúkk
- Engin áhætta á að gervihár falli af
- Tímabundið og mildara fyrir augnhárin en hefbundnar augnháralengingar
- Heldur augnhárunum sveigðum í 6–8 vikur
- Gott að nota keratín augnhára næringu með
Gallar / takmarkanir:
- Ekki hægt að bæta við lengd eða þéttleika
- Getur þurrkað eða veiklað hárin ef meðferðin er of oft endurtekin
- Þú getur ekki breytt stíl (t.d. cat-eye eða doll look)
- Krefst fagmanns – ekki DIY
Fyrir hvern hentar Lash Lift?
- Fyrir þær sem vilja náttúrulegt og „low-maintenance“ lúkk
- Fyrir þær sem eiga löng, beint augnhár sem vilja meiri “lift”
- Fyrir þær sem vilja hvíld frá augnháralengingum
- Fyrir þá sem þola ekki lím eða gervihár
Kostir & gallar, hvað hentar þér?
Aðferð |
Kostir |
Gallar |
Quick Lashes / DIY augnhár |
Auðvelt að setja heima, náttúrulegt lúkk, ódýrari |
Krefst æfingar fyrst, þarf að fjarlægja rétt |
Klassískar lengingar |
Tímasparandi, fallegt augnaráð í viku/vikur |
Dýrt til lengri tíma, getur skemmt náttúruleg hár ef rangt gert |
Lash Lift |
Lyfting á náttúrulegum hárum, endist í 6 - 8 vikur |
Getur valdið skemmdum á þínum augnhárum ef aðferð er gerð vitlaust. |
Serum án hormóna |
Styður náttúrulegan vöxt, engar aukaverkanir |
Tekur lengri tíma að sjá árangur |
Serum með hormónum |
Sést oft mikill vöxtur fljótt |
Getur valdið ertingu eða litabreytingum |
Niðurstaða: Heilbrigð augnhár : fallegri augnhár
Þú þarft ekki að velja á milli lenginga og heilbrigðis. Með réttum umhirðu máta, góðu serumi og öruggri notkun á Quick Lashes / DIY augnhárum eða augnháralengingum geturðu notið glæsilegra augnhára án þess að fórna þínum eigin.
Vertu góð við augnhárin þín. 💕
Comments