Ertu að taka þín fyrstu skref? 💕

💕 Quick Lashes augnhárin: Fullkomin leið til að fá drauma augnhárin heima!
Ertu að stíga fyrstu skrefin í Quick Lashes / DIY augnhárum? Þá ertu á réttum stað! Við hjá La Belle Beauty elskum allt sem gerir lífið bæði einfaldara og glæsilegra. Quick Lashes eru algjör game changer fyrir allar sem vilja fá þetta vibe “I woke up like this” augnaráð… án mikillar fyrirhafnar.
✨ Hvað eru Quick lasts / DIY augnhár ?
Quick Lashes eru DIY (do-it-yourself) augnhár sem þú setur sjálf á þig heima og þær endast í allt að 7 upp í 14 daga! Þau límast neðan frá (undir þín náttúrulegu augnhárin) og líta ótrúlega náttúrulega út. Þú færð þau augnhár sem þú færð á stofu en bara fyrir brot af verðinu og tímanum.
Með þeim nærðu að spara þér tíma og pening, stjórnar sjálf hvenær þú setur þau á þig og tekur þau af þér eftir þínum hentugleika. Hversu frábært ?
💋 Af hverju ættir þú að prófa Quick Lashes?
- Þau eru auðveld í notkun og við bjóðum upp á aðstoð ef þú þarft.
- Þú sparar tíma og pening, þarft ekki lengur að fara í 2 klst tíma í augnháralengingar á stofu.
- Þau líta náttúrulega út en við erum líka með fjölbreytt val af augnhárum.
- Þú getur valið stílinn sem hentar þér best, hvort sem þú vilt náttúruelgt daglegt lúkk eða dramatískt kvöldglam.
💖 Hvernig finn ég minn fullkomna stíl?
Það eru til ótrúlega margar útfærslur og það besta? Þú getur prófað þig áfram og fundið það sem hentar þínum augum og stíl. Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir byrjendur:
🌸 Kitten Eye
Mjúk og smá “lyfting” fullkomið fyrir daginn eða í vinnuna. Notaðu styttri lengdir innst (t.d. 8 mm) og lengri yst (14 mm). T.d 8,8,10,12,14 mm.
🌼 Doll Eye
Meiri dramatík í miðjunni : opnar augun og gerir þau stærri. Frábært fyrir þau sem vilja meiri „pop“. En þá er stærsta augnhárið í miðjunni t.d 10,12,14,12,10 mm
🤍 Natural Wispy
Líkt og þín eigin augnhár, bara aðeins meira! Fullkomið fyrir þær sem vilja no makeup makeup look. T.d 8,10,10,12,12 mm
Þetta er aðeins brot af því hvernig er hægt að raða þeim.
💫 Skref fyrir skref leiðbeiningar (já, þetta er einfaldara en þú heldur!)
- Undirbúningur: Þrífðu augnhárin vel, þau þurfa að vera olíulaus og þurr.
- Lím: Settu lím (Bond) á neðri hluta náttúrulegu augnháranna og á Quick Lash augnhárin.
- Límdu á: Notaðu applicator og smelltu augnhárin undir þín eigin augnhár, raðaðu þeim svo aðeins ofan á hvort annað svo þau nái betra taki.
- Klemmtu fast og vel: Þegar öll augnhárin eru komin á klemmdu með applicator og settu svo skalann á augnhárin til að losna við allt klístur.
- Búmm ✨ þú ert klár! Þú ert með fullkomin augnhár sem haldast í nokkra daga, jafnvel upp í 2 vikur með réttri umhirðu.
🌷 Nokkur byrjendaráð frá okkur
- Byrjaðu með styttri lengdir (t.d. 10–12 mm) til að venjast tilfinningunni.
- Ekki of mikið af bond en heldur ekki of lítið.
- Muna setja bond á Quick lash augnhárin.
- Notaðu spegil sem hallar niður og vera í björtu rými.
- Halda augnlokinu uppi meðan þú setur augnhár á.
- Ekki bleyta augnhárin fyrstu 24 klst. eftir ásetningu.
- Fjarlægðu með La Belle Remover og þrífðu augnhárin ef þú vilt endurnýta.
- Alls ekki nota olíu vörur á augnhárin.
- Ekki setja maskara á augnhárin.
Linkur á skref fyrir skref á Instagram með myndum .👀
💎 Einn pakki – margir möguleikar
Í Quick Lash startpakkanum frá La Belle Beauty færðu allt sem þú þarft: augnhár, Bond & Sealant, applicator og Remover. Þetta er frábært fyrir byrjendur og svo auðvelt að þú verður húkt eftir fyrstu tilraun. Skoða byrjendapakka ✨
Quick Lashes augnhárin gera daginn aðeins meira töfrandi. Hvort sem þú ert að mæta í vinnu, á stefnumót, í brunch með vinkonum eða bara heima í náttfötum.
Prófaðu Quick Lashes augnhárin frá La Belle Beauty í dag og uppgötvaðu hversu einfalt það er að líta ómótstæðilega út án þess að mæta í tíma á snyrtistofu.
👉 Skoða Quick Lash leiðbeiningar hér