Skip to main content
♡ VELKOMIN Á AUGNHÁRALESTINA ♡ SKRÁÐU ÞIG Á EMAIL LISTAN & FÁÐU 15 % AFSLÁTT AF FYRSTU KAUPUM♡

Janssen Cosmetic

Janssen Cosmetics

Janssen Cosmetics er leiðandi snyrtivörumerki í heiminum í dag og er notað af
snyrtifræðingum og spa sérfræðingum í yfir 80 löndum víðsvegar um heiminn.
Það sem einkennir merkið er hreinleiki, virkar formúlur og árángur í húðumhirðu.
Janssen Cosmetics byrjaði sem einn maður Walther Janssen en hann var og er með
stóra sýn og metnað fyrir nýjungum og virkni í húðumhirðu.
Nú reka synir hans fyrirtækið með sömu markmið að leiðarljósi.
Fyrirtækið hefur náð gríðarlegri útbreiðslu á aðeins 25 árum og hefur unnið ótal
verðlaun bæði í heimalandinu sem og víðsvegar um heiminn fyrir gæði, nýsköpun og
virkar formúlur í vöruþróun.
Janssen Cosmetics er stöðugt að leita eftir leiðum að betrumbæta vörunar sínar, finna
betri formúlur, meiri hreinleika í innihaldsefnum og nýjar vörur bæði fyrir líkama og andlit
og er óhætt að segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og getur snyrtifræðingur
púslað saman vörum nákvæmlega eftir þörfum hvers og eins!
Vörunar eru fyrir fagfólk og má finna breitt vöruúrval fyrir stofumeðferðir sem eykur
fagstolt og vinnugleði 
Janssen Cosmetics eru cosmeceutical vörur orðið er dregið saman úr pharmaceutical
sem þýðir lyfseðilsskylt þ.e.a.s. aðeins læknir getur ávísað og cosmetics sem eru
þessar týpisku snyrtivörumerki sem þú færð í Lyfju, Hagkaup o.s.frv.
Cosmeceutical liggur þarna á milli og er virkni varanna vísindalega staðfest ,vörunar eru
eingöngu og seldar af snyrtifræðingum vegna þessa!